Fréttaskýring: Ófætt stjórnlagaráð klýfur flokkana

Allt var tilbúið í sal stjórnlagaþingsins í Efstaleiti 2 í …
Allt var tilbúið í sal stjórnlagaþingsins í Efstaleiti 2 í Reykjavík þar sem fulltrúarnir 25 áttu að starfa. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrri umræðu um þingsályktunartillögu um skipun stjórnlagaráðs lauk á Alþingi í vikunni og nokkrir stjórnarandstöðumenn munu styðja hana. En hvor endi vegasaltsins vegur loks þyngra? Báðir stjórnarflokkarnir og Framsóknarflokkurinn eru klofnir í málinu. Sjálfstæðisflokkurinn er á móti, Hreyfingin með.

Sumir þingmenn eru á móti vegna þess að þeir vilja hlíta undanbragðalaust ákvörðun hæstaréttardómara, sem ógiltu kosninguna til þingsins, aðrir vilja frekar raunverulegt stjórnlagaþing en umrætt ráð. Nokkrir, þ.ám. Helgi Hjörvar, bera fyrir sig báðar þessar forsendur.

Tillagan fer til meðferðar í allsherjarnefnd í næstu viku og seinni umræða og atkvæðagreiðsla verða varla fyrr en um miðjan mánuð. Nú þegar hafa VG-þingmennirnir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir lýst andstöðu sinni. Óvíst er hvort fleiri VG-liðar segja nei en ljóst þykir að málið sé kvöl og pína fyrir marga á þeim bæ.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er ósáttur, hefur sagt að með tillögunni sé þess freistað af hálfu einfalds þingmeirihluta að löggilda óbeinlínis það sem dómarar Hæstaréttar hafi ógilt.

Heimildarmenn eru ósammála. Einn segir ríkisstjórnina vilja draga niðurstöðuna á þingi á langinn í von um að athygli almennings beinist sem mest frá mikilvægum málefnum, t.d. Icesave-atkvæðagreiðslunni 9. apríl! Annar segir stjórnarliða vilja útkljá deiluna sem fyrst.

Framsóknarmenn í vafa

Samfylkingarmaðurinn Skúli Helgason var á mælendaskrá í fyrri umræðunni en lét taka sig af henni undir lok hennar.

„Mín kenning er sú að ef til vill séu einhverjir í Samfylkingunnni auk Helga Hjörvar með efasemdir, kannski tveir eða þrír,“ sagði heimildarmaðurinn.

Óljóst er hvort ósáttir stjórnarliðar muni beinlínis greiða atkvæði gegn tillögunni eða láta duga að styðja á gula hnappinn, þ.e. sitja hjá.

Grundvöllur undir smásjá

Ráðið á meðal annars að fjalla um helstu undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar, skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra, hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins, sjálfstæði og hlutverk dómstóla.

Einnig á það að ræða tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka