Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segir að skýrsla stjórnlaganefndar um stjórnarskrárbreytingar sé enn í vinnslu. Hún segir að Guðrún Pétursdóttir, formaður nefndarinnar, sé ekki búin að afhenda sér skýrsluna.
Beðið verði með afhendinguna þar til það sé ljóst hver framvinda þingsályktunartillögunnar sem liggi fyrir Alþingi um skipun stjórnlagaráðs verði.
Það sé því ekki rétt sem komi fram í Morgunblaðinu í dag að forseti þingsins sé búinn að fá skýrsluna. Leiðréttist það hér með.
Nefndin safnaði gögnum sem nýtast áttu stjórnlagaþingi við að gera tillögur um breytingar á stjórnarskránni.