Svelta sig til að eiga mat fyrir börnin

Hækkandi verð á eldsneyti og matvælum kemur hart niður á …
Hækkandi verð á eldsneyti og matvælum kemur hart niður á öryrkjum. Myndin hér fyrir ofan tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Ernir

Hækkandi verð á matvælum, eldsneyti og öðrum nauðsynjum hefur þrengt að hag öryrkja og er nú svo komið að hluti þeirra á ekki lengur fyrir brýnustu nauðsynjum. Eru dæmi um að einstæðar mæður hafi hríðhorast vegna matarskorts.

Rætt er við einstæða móður á Akureyri í blaðinu í dag sem sagði frá kjörum sínum í trausti nafnleyndar. „Ég get ekki keypt mat handa stráknum mínum í framhaldsskólann. Þetta er ekkert líf... Það hefur ekki verið keyptur matur á heimilinu síðustu tvær vikurnar. Ég var 55 kíló í haust en nú er ég 48 kíló,“ segir konan um heilsufar sitt.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert