Bændur hugi að auknum útflutningi

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. mbl.is/Kristinn

Sterk og almenn andstaða er hjá bændum við aðild að ESB en nýleg könnun sýnir að 92% þeirra leggjast gegn aðild. Þetta kom fram í máli Haraldar Benediktssonar, formanns Bændasamtaka Íslands við setningu Bændaþings í dag. Voru um 10% úr félagatali samtakanna spurðir álits og sagði Haraldur niðurstöðuna sýna að ekki væri gjá á milli bænda og forystu þeirra.

Tækifæri í útflutningi
Haraldur hvatti bændur til að huga meira að útflutningi en gert er í dag Hann benti um leið á að í dag miðaðist  framleiðslustefna flestra greina eingöngu við að metta innanlandsmarkað.

Haraldur sagði mun hærra verð fást fyrir íslenskt lambakjöt á mörgum útflutningsmörkuðum heldur en hér heima. Sem dæmi væru útflutningsverðmæti frá hverju meðalsauðfjárbúi í landinu um 2,3 milljónir króna. Þá hafi loðdýrabændur aldrei fengið hærra verð fyrir loðskinn.

Haraldur sagði að fluttar hefðu verið út landbúnaðarafurðir í fyrra fyrir um 9 milljarða króna. Þó það teldist ekki mjög há fjárhæð þá samsvaraði hún næstum sömu fjárhæð og öll bein framlög til bænda í búvörusamningum í ár.

Sagði alifugla- og svínarækt eyðilagða af lánastofnunum
Þá rifjaði Haraldur upp hvernig, tvær búgreinar, alifugla- og svínarækt hafi verið hreinlega eyðilagðar með því sem hann kallaði ábyrgðarlausri framkomu lánastofnana. Vitnaði hann þar til Rannsóknarskýrslu Alþingis





Gestir á öllum aldri voru við setningu Búnaðarþings 2011.
Gestir á öllum aldri voru við setningu Búnaðarþings 2011. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert