Árlegt Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands var sett í dag kl. 13.30. í Súlnasal Hótels sögu, undir yfirskriftinni “„Ræktum okkar land.“
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Ísland, setti þingið. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason ávarpar þingið að því loknu og síðan hefst hátíðardagskrá. Þar mun m.a. formaður norsku bændasamtakanna Nils T. Bjørke flytja kveðju frá norskum bændum.
Búnaðarþingsfulltrúar funda og skipa í starfsnefndir að lokinni hátíðadagskrá. Þingið stendur fram á miðvikudag 9. mars.
Nýtt myndband um matvælaframleiðslu á krossgötum var sýnt við setningu þingsins.