Fengu landbúnaðarverðlaun

Landbúnaðarverðlaunin afhent. Á myndinn eru f.v.: Jón Bjarnason, Sigurlaug Gissurardóttir, …
Landbúnaðarverðlaunin afhent. Á myndinn eru f.v.: Jón Bjarnason, Sigurlaug Gissurardóttir, formaður FB, Marteinn Njálsson, Sævar Skaptason, Jóhanna B. Þorvaldsdóttir og Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður BFB. Ljósmynd/Hörður Kristjánsson

Félag ferðaþjónustubænda og samtökin Beint frá býli fengu landbúnaðarverðlaunin í dag. Verðlaunin voru veitt við setningu Búnaðarþings, sem sett var í dag. 

Venjulega hafa einstaklingar fengið landbúnaðarverðlaunin. 

„Að þessu sinni er breytt til og veitt tvenn verðlaun og falla þau til tveggja félagsskapa bænda sem vakið hafa athygli fyrir starfsemi sína í þágu íslenskra sveita. Er það von mín að starfsemi þeirra dafni áfram enda hún mikils virði fyrir bændur landsins og þjóðina alla. Þá vona ég að landbúnaðarverðlaunin verði þeim hvatning í starfinu,“ sagði Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra sem afhenti verðlaunin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert