Björgunarsveitarmenn eru að undirbúa för snjóbíla upp á Öræfajökul til að sækja þangað þrjá gönguskíðamenn. Björgunarsveitir voru komnar að jökuljaðrinum og höfðu skoðað aðstæður, að sögn lögreglunnar á Höfn.
Gönguskíðamennirnir eru á Snæbreið við Tjaldskarð norðaustur af Hvannadalshnjúk á Öræfajökli. Stysta leiðin á staðinn er upp Skálafellsjökul en einnig er hægt að komast frá Breiðamerkurjökli. Lögreglan taldi að farið yrði upp Breiðamerkurjökul.
Í Tjaldskarði er hvasst og blinda. Ekki væsir um mennina en þeir eru vel búnir. Lögreglan reiknaði með að komið yrði til mannanna öðrum hvorum megin við miðnættið.