Göngumenn sóttir á snjóbíl

Björgunarsveitarmenn eru að undirbúa för snjóbíla upp á Öræfajökul til að sækja þangað þrjá gönguskíðamenn. Björgunarsveitir voru komnar að jökuljaðrinum og höfðu skoðað aðstæður, að sögn lögreglunnar á Höfn.

Gönguskíðamennirnir eru á Snæbreið við Tjaldskarð norðaustur af Hvannadalshnjúk á Öræfajökli. Stysta leiðin á staðinn er upp Skálafellsjökul en einnig er hægt að komast frá Breiðamerkurjökli. Lögreglan taldi að farið yrði upp Breiðamerkurjökul.

Í Tjaldskarði er hvasst og blinda. Ekki væsir um mennina en þeir eru vel búnir. Lögreglan reiknaði með að komið yrði til mannanna öðrum hvorum megin við miðnættið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert