Fjórir hásetar úr áhöfn Goðafoss eru væntanlegir til landsins í dag. Aðrir í áhöfninni dvelja lengur í Óðinsvéum í Danmörku þar sem skipið er komið í þurrkví. Koma þeir líklega í kringum 10. mars og þeir síðustu í kringum 16. mars. Alls er 13 í áhöfninni, allt Íslendingar.
Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, sagði sumir í áhöfninni hafi viljað fylgja málinu eftir alla leið. Hann sagði að viðgerð sé að hefjast. Reiknað er með að skipta þurfi um 100 tonn af stáli í byrðingi Goðafoss. Þá verður skipið þrifið og málað það sem þarf. Einnig verður tækifærið notað til viðhalds og eftirlits fyrst skipið er komið í þurrkví.
Reiknað er með að viðgerðin taki um þrjár vikur.
Goðafoss strandaði við Hvaleyjar í Østfold suður af Ósló í Noregi 17. febrúar sl..