Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ítrekaði andstöðu sína og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs við aðild að Evrópusambandinu í ávarpi við setningu Búnaðarþings í dag.
Jón sagði að ráðuneytið hefði lokið sínum hlut í undirbúningi aðildarviðræðna með því að skila inn svörum við spurningum ESB um íslenskan landbúnað og þátttöku í rýnifundum um löggjöf Íslands og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórn ESB muni nú ákveða næstu skref.
Ráðherra rifjaði upp að Íslendingar hefðu gengið til viðræðna með fyrirvörum sem fram kæmu í afgreiðslu Alþingis. Þeim yrði ekki breytt án aðkomu Alþingis.