Skýrslan ekkert leyniplagg

Guðrún Pétursdóttir.
Guðrún Pétursdóttir. Þorkell Þorkelsson

Skýrsla stjórnlaganefndar um stjórnarskrárbreytingar er nú næstum fullunnin og fer fyrra bindið að öllum líkindum í prentun á morgun. Seinna heftið er í lokaumbroti að sögn Guðrúnar Pétursdóttur, formanns nefndarinnar, svo ekki er langt að líða þar til skýrslan lítur dagsins ljós.

Að sögn Guðrúnar verður Alþingi að skera úr um það hverjum skýrslan verði afhent. Aðspurð hvort skýrslan verði aðgengileg almenningi segist hún gera ráð fyrir því. „Þetta er ekkert leyniplagg. Hún verður kynnt um leið og hún verður afhent og ég á fastlega von á því að þeir sem áhuga hafa geti fengið aðgang að henni.“ Guðrún segir það löggjafans að ákveða með hvaða hætti hún verður gerð opinber. „Ég hugsa að hún verði til sölu í bókabúðum en þeir ráða því.“ Hún segist ekki vita hvort skýrslan verði aðgengileg almenningi á rafrænu formi.

Nefndin átti að skila skýrslunni af sér þann 15.febrúar síðastliðinn en gafst þó frestur og segir Guðrún þann tíma hafa verið nýttan vel. „Hún er ítarlegri og meiri tími gafst til þess að huga að umbroti og ýmsu slíku sem hefur sitt að segja þegar upp er staðið.“ Hún segir skýrsluna bæði nýtast þeim sem ráðist í endurskoðun stjórnarskrárinnar sem og við kennslu og rannsóknir á stjórnlagatengdum málum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert