Jón Ásgeir Jóhannesson, athafnamaður, svaraði fyrirspurn Svavars Halldórssonar, fréttamanns Ríkisútvarpsins, um Gaum með því að senda svar sitt og greinargerð lögmanns Svavars í málarekstri Jóns Ásgeirs gegn fréttamanninum til fjölmiðla.
Svavar sendi Jóni Ásgeiri tölvupóst í gær og kvaðst vera að vinna frétt um Gaum og vildi fá viðbrögð Jóns Ásgeirs. Svar Jóns Ásgeirs var svohljóðandi:
„Merkilegt að RÚV skuli láta í þínar hendur fréttir sem varða mig eða mína. Lögmaður þinn telur það of mikið álag á þig að flytja réttar fréttir sjá greingargerð hans fyrir þína hönd.
þar sem ég má ekki gera óhóflegar kröfur um að þú segir satt frá ( sjá greinargerð) þá vil ég ekki tjá mig um þínar spurningar.
kv
JAJ“
Sem kunnugt er hefur Jón Ásgeir stefnt Svavari vegna fréttar í Ríkisútvarpinu 6. desember sl. sem fjallaði aðallega um lánaviðskipti Fons hf.