Lögreglan á Eskifirði handtók á aðfararnótt laugardags, þrjá menn sem reyndust hafa stolið um 200 lítrum af bensíni á Höfn á Hornafirði.
Að sögn lögreglu höfðu mennirnir stolið bensíninu á aðfararnótt föstudagsins, þar sem það stóð í 20 lítra brúsum utan við iðnaðarhúsnæði á Höfn á Hornafirði.
Mönnunum var sleppt í gærkvöldi að loknum yfirheyrslum.
Þá var einn maður tekinn í morgun fyrir ölvunarakstur á Fáskrúðsfirði.