Aukinn áhugi á Sundabraut

Ein útfærsla Sundabrautar.
Ein útfærsla Sundabrautar.

Guðmund­ur Gunn­ars­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands­ins, seg­ir að í tengsl­um við gerð nýrra kjara­samn­inga hafi sá mögu­leiki verið rædd­ur að líf­eyr­is­sjóðirn­ir fjár­magni Sunda­braut. Hann tel­ur eng­ar lík­ur á að farið verði út í tvö­föld­un Suður­lands­veg­ar.

„Það er orðið ljóst að það verður ekk­ert farið í þessa vegi fyr­ir aust­an fjall. Það er búið að strika þá í burtu vegna þess að fólk vill ekki greiða veggjald vegna þeirra. Sú spurn­ing vakn­ar hins veg­ar hvort ekki eigi að fara í Sunda­braut. Þar er mjög auðvelt að setja á veg­gjöld. Ég hugsa að líf­eyr­is­sjóðirn­ir væru al­veg til í að fjár­magna það verk­efni, þ.e. stofna fyr­ir­tæki og reka það,“ sagði Guðmund­ur.

Andstaðan við veg­gjöld á meg­in­leiðir úr borg­inni mark­ast m.a. af því að verið sé að neyða alla sem fara um veg­ina til að greiða veggjald. Guðmund­ur sagði að með því að fjár­magna Sunda­braut með veg­gjöld­um þá geti þeir sem ekki vilji greiða veg­gjöld ekið um Mos­fells­bæ.

Búið er að leggja mikla vinnu og kostnað í að und­ir­búa Sunda­braut, en lítið hef­ur verið rætt um hana frá hruni. Guðmund­ur sagði að Sunda­braut væri vel af­markaði og skapaði meiri vinnu en tvö­föld­un Suður­lands­veg­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka