Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir alveg ljóst að grunnlífeyririnn sé of lágur og því erfitt fyrir bótaþega þegar óvænt útgjöld komi til viðbótar við annan framfærslukostnað, eins og lýst var í Morgunblaðinu á laugardag.
„Við vitum að það lifir enginn af 180 þúsund krónum á mánuði ef einstaklingurinn þarf að reka húsnæði og bíl. En aðstæður fólks eru svo ólíkar að það dugir ekki í sjálfu sér að hækka grunnlífeyrinn. Það þarf að gera en sú aðgerð ein og sér myndi ekki hjálpa fólki sem þarf að láta laga bílinn eða veikist óvænt,“ segir Guðbjartur í Morgunblaðinu í dag.