Foreldrar hafna sameiningartillögum

Nemendur í Hvassaleitisskóla.
Nemendur í Hvassaleitisskóla.

Foreldrar barna í Hvassaleitisskóla samþykktu á fundi í kvöld harðorða ályktun þar sem þeir segjast hafna framkomnum tillögum um sameiningu skólans og Álftamýrarskóla.

Segjast foreldrarnir vilja fullvissa stjórnendur borgarinnar um, að ekki verði farið út í sameiningu Hvassaleitisskóla við aðra skóla í nágrenninu að sinni með stuðningi foreldra í skólanum. 

Þá mótmæla foreldrarnir þeirri vanvirðingu, sem borgaryfirvöld hafi sýnt börnum, forráðamönnum og starfsmönnum skólans í yfirstandandi sameiningarferli 

„Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um upplýsingar hafa engar borist umfram þá einu blaðsíðu sem er að finna í skýrslu starfshóps um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Á þeirri blaðsíðu skortir algerlega fagleg rök, tölulegar upplýsingar og framtíðarsýn í málefnum skólans og nærsamfélags hans. Engu að síður er ætlast til að skólaráð skili af sér umsögn um fyrirhugaða sameiningu fyrir 16. mars næstkomandi, þ.e. á innan við tíu dögum frá deginum í dag," segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert