Ríkisstjórnarfundur á Ísafirði

Ísafjörður
Ísafjörður mbl.is/Brynjar Gauti

Ríkisstjórnarfundur verður haldinn á Ísafirði á morgun, þriðjudaginn 8. mars.

Fyrr um morguninn munu fulltrúar allra sveitarstjórna á Vestfjörðum eiga fund með ráðherrum ríkisstjórnarinnar, þar sem áherslur Vestfirðinga í atvinnu- og byggðamálum verða kynntar fyrir ríkisstjórninni og ráðherrar munu kynna áherslur sínar.

Þetta kemur fram á vestfirska fréttavefnum Skutull.

Eftir hádegi verður haldinn ríkisstjórnarfundur. Þetta mun í fyrsta sinn sem ríkisstjórnarfundur verður haldinn á Vestfjörðum.

Frétt Skutuls

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert