Alþingismenn og ráðherrar ætla að lesa úr Passíusálmunum í Grafarvogskirkju kl. 18:00 virka daga alla virka daga föstunnar og hefst lesturinn á Öskudag. Fyrstur til að hefja lesturinn er Steingrímur J. Sigfússon.
Þetta er sjöunda árið í röð sem alþingismenn og ráðherrar lesa úr Passíusálmunum í Grafarvogskirkju.
Þessar stundir hafa verið nefndar „Á leiðinni heim“ og eru hugsaðar þannig að fólk geti komið við í kirkjunni á leiðinni heim til sín að loknum vinnudegi.
Hér fylgir listi yfir öll skiptin, þ.e. 31 skipti með jafnmörgum þingmönnum og ráðherrum, en hann er birtur ávef Þjóðkirkjunnar, kirkjan.is