Innanríkisráðuneytið hefur auglýst þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fer fram 9. apríl um Icesave-lögin. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 16. mars.
Í atkvæðagreiðslunni verður eftirfarandi spurning á kjörseðlunum:
Lög nr. 13/2011 kveða á um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga, sem áritaðir voru í London 8. desember 2010, um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins á kostnaði af greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og greiðslu eftirstöðva og vaxta af þeim skuldbindingum.
Lögin voru samþykkt á Alþingi hinn 16. febrúar 2011 en forseti Íslands synjaði þeim staðfestingar.
Eiga lög nr. 13/2011 að halda gildi?
Svarkostirnir eru:
Já, þau eiga að halda gildi.
Nei, þau eiga að falla úr gildi.
Auglýsing innanríkisráðuneytisins