Allir hafa hækkað eldsneytiverð

mbl.is/Sigurður Bogi

Eldsneyti hefur nú hækkað hjá öllum þeim fyrirtækjum, sem það selja hér á landi. Í gær og morgun hækkuðu stóru olíufélögin þrjú lítrann af bensíni og dísilolíu um fimm krónur og nú eftir hádegið hefur eldsneytið hækkað hjá Orkunni, ÓB og Atlantsolíu.

Ódýrasta bensínið er nú að finna hjá Orkunni, 230,60 krónur, en það dýrasta hjá Shell, Olís og N1, 231,90 krónur í sjálfsafgreiðslu. Hjá Orkunni kostar dísilolían 235,50 krónur en dýrasta olían er hjá stóru félögunum þremur, 236,80 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert