Bankastjórarnir mættu ekki

Banka­stjór­ar viðskipta­bank­anna mættu ekki á fund viðskipta­nefnd­ar Alþing­is í morg­un þar sem m.a. var rætt um laun banka­stjóra. Á fund­in­um kom fram að full­trúi Banka­sýsl­unn­ar í stjórn Ari­on banka greiddi at­kvæði með til­lögu um launa­hækk­un banka­stjóra bank­ans.

Nefnd­ar­menn í viðskipta­nefnd höfðu reiknað með að banka­stjór­ar bank­anna myndu mæta á fund nefnd­ar­inn­ar í morg­un þar sem fjallað var um árs­reikn­ing bank­anna. Þeir mættu hins veg­ar ekki en mill­i­stjórn­end­ur í bönk­un­um mættu hins veg­ar í þeirra stað. Tals­verð óánægja var með þetta í nefnd­inni, en boðaður hef­ur verið ann­ar fund­ur í nefnd­inni á föstu­dag­inn og þá er reiknað með að banka­stjór­arn­ir komi fyr­ir nefnd­ina.

Á fund­in­um kom fram að full­trúi Banka­sýsl­unn­ar í stjórn Ari­on banka greiddi at­kvæði með til­lögu um launa­hækk­un banka­stjóra bank­ans. Hann sat hins veg­ar hjá þegar til­laga um launa­hækk­un til banka­stjóra Íslands­banka var bor­in und­ir at­kvæði. Fram kom á fund­in­um hjá full­trúa Banka­sýsl­unn­ar að hann teldi að laun banka­stjóra Ari­on banka væru sam­bæri­leg laun­um banka­stjóra hinna bank­anna.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lands­banka er Steinþór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans, með tæp­lega 1,1 millj­ón á mánuði. Hösk­uld­ur Ólafs­son, banka­stjóri Ari­on, fékk hins veg­ar 4,3 millj­ón­ir á mánuði í fyrra, eða sam­tals 30 millj­ón­ir, en hann hóf störf í júní. Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, var með 2,6 millj­ón­ir á mánuði í fyrra eða 31,6 millj­ón­ir króna sam­tals.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert