Breiðholt mest fyrir barðinu á sameiningarhugmyndum

Fjöldi foreldra barna, auk starfsmanna leik- og grunnskóla í Breiðholti, …
Fjöldi foreldra barna, auk starfsmanna leik- og grunnskóla í Breiðholti, lagði leið sína í Gerðuberg þar sem fundurinn var haldinn í gær. Var mikil óánægja meðal þeirra með tillögur að sameiningum skóla í hverfinu. mbl.is/Árni Sæberg

Tólf af fjórtán leikskólum í Breiðholti verða sameinaðir samkvæmt hagræðingarhugmyndum meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að foreldrar barna í leik- og grunnskólum í hverfinu eru ósáttir við það hversu mjög áformin koma niður á íbúum í Breiðholti.

Sjálfstæðisfélögin í Breiðholti stóðu fyrir opnum fundi um skólamál í gærkvöldi og var skorað á borgarráð að falla frá sameiningarhugmyndum grunn- og leikskóla í hverfinu þar sem hugmyndirnar væru byggðar á hæpnum, illa ígrunduðum og illa rökstuddum forsendum eins og sagði í ályktun fundarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert