Tólf af fjórtán leikskólum í Breiðholti verða sameinaðir samkvæmt hagræðingarhugmyndum meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur.
Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að foreldrar barna í leik- og grunnskólum í hverfinu eru ósáttir við það hversu mjög áformin koma niður á íbúum í Breiðholti.
Sjálfstæðisfélögin í Breiðholti stóðu fyrir opnum fundi um skólamál í gærkvöldi og var skorað á borgarráð að falla frá sameiningarhugmyndum grunn- og leikskóla í hverfinu þar sem hugmyndirnar væru byggðar á hæpnum, illa ígrunduðum og illa rökstuddum forsendum eins og sagði í ályktun fundarins.