Dómgreindarleysi

Merki Isavia
Merki Isavia

Stefán Thor­der­sen, sem sagt var upp störf­um hjá Isa­via í kjöl­far dóms Héraðsdóms Reykja­ness sem dæmdi fyr­ir­tækið skaðabóta­skylt, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að allt sem komið hafi fram í dóm­um um meinta kyn­ferðis­lega áreitni sé al­ger­lega ósannað.

Í yf­ir­lýs­ing­unni, sem lögmaður Stef­áns sendi fyr­ir hans hönd, seg­ir að Stefán hafi al­farið hafnað því að þeir at­b­urðir hafi gerst með þeim hætti sem lýst sé í dómi héraðsdóms. Það eina sem Stefán seg­ist hafa sér til sak­ar unnið sé að hafa í um­rætt skipti farið nak­inn í heit­an pott. Eft­ir at­vik­um hafi það verið dómgreind­ar­leysi hjá Stefáni. 

Hon­um hafi hins veg­ar ekki verið gef­inn kost­ur á að greina frá þessu við aðalmeðferð máls­ins í héraðsdómi þótt hann hefði getað með því upp­lýst málið.

„Í staðinn er Stefán að ósekju út­hrópaður kyn­ferðisaf­brotamaður í fjöl­miðlum og af dóm­stóli göt­unn­ar. Það er mál að linni," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert