Dómgreindarleysi

Merki Isavia
Merki Isavia

Stefán Thordersen, sem sagt var upp störfum hjá Isavia í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjaness sem dæmdi fyrirtækið skaðabótaskylt, segir í yfirlýsingu að allt sem komið hafi fram í dómum um meinta kynferðislega áreitni sé algerlega ósannað.

Í yfirlýsingunni, sem lögmaður Stefáns sendi fyrir hans hönd, segir að Stefán hafi alfarið hafnað því að þeir atburðir hafi gerst með þeim hætti sem lýst sé í dómi héraðsdóms. Það eina sem Stefán segist hafa sér til sakar unnið sé að hafa í umrætt skipti farið nakinn í heitan pott. Eftir atvikum hafi það verið dómgreindarleysi hjá Stefáni. 

Honum hafi hins vegar ekki verið gefinn kostur á að greina frá þessu við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi þótt hann hefði getað með því upplýst málið.

„Í staðinn er Stefán að ósekju úthrópaður kynferðisafbrotamaður í fjölmiðlum og af dómstóli götunnar. Það er mál að linni," segir í yfirlýsingunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert