Ekki skýr merki um hagvöxt

Greining Íslandsbanka segir, að miðað við tölur, sem Hagstofan birti í dag um landsframleiðslu á síðasta ári, megi segja að útlit sé fyrir að kreppan hafi náð hámarki á síðasta ári en ekki séu þó enn skýr teikn á lofti um að vöxtur sé hafinn að nýju í hagkerfinu.

Á 4. ársfjórðungi í fyrra var verg landsframleiðsla óbreytt að raungildi frá sama fjórðungi árið áður. Hins vegar varð 1,5% samdráttur á milli 3. og 4. fjórðungs ársins 2010 sé miðað við árstíðarleiðréttar tölur, og var ástæðan fyrst og fremst óhagstæð þróun utanríkisviðskipta.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka