Enn hækkar eldsneytið

mbl.is/Sigurður Bogi

Shell, Olís og N1 hafa hækkað verð á bensíni og dísilolíu um 5 krónur lítrann. Kostar lítrinn af bensíni nú 231,90 krónur í sjálfsafgreiðslu og lítrinn af dísilolíu kostar 236,80 krónur.
 

Með þjónustu kostar bensínlítrinn nú 237,90 krónur og dísilolían 242,80 krónur.

Ódýrasta eldsneytið er að finna hjá Orkunni en þar kostar bensín 225,60 krónur lítrinn og dísilolían 230,50 krónur. Á stöðvum Atlantsolíu og ÓB er bensínið 0,10 krónum dýrara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert