Glæpasamtök á yfirborðið

Aukið ofbeldi og vopnaburður hefur fylgt Hells Angels í Evrópu.
Aukið ofbeldi og vopnaburður hefur fylgt Hells Angels í Evrópu. mbl.is/Golli

Viðurkenning Íslandsdeildar Hells Angels markar tímamót, að mati Arnars Jenssonar, tengifulltrúa Íslands hjá Europol. Stofnunin fæst við alþjóðlega glæpastarfsemi og hryðjuverk. Samtökin Hells Angels eru á meðal viðfangsefna stofnunarinnar, að sögn Arnars.

„Samtök sem mörg ríki skilgreina sem skipulögð glæpasamtök eru nú uppi á yfirborðinu með starfsemi á Íslandi, hreinlega opinberlega. Það er mikil áskorun fyrir yfirvöld hvernig á að taka á því,“ segir Arnar í Morgunblaðinu í dag.

„Þar sem mótorhjólahópar hafa orðið meðlimir Hells Angels, eða Hells Angels-klúbbum hefur fjölgað, þar hefur glæpatíðnin aukist, sérstaklega ofbeldisbrot og vopnaburður glæpahópa. Sú er reynslan alls staðar í Evrópu,“ sagði Arnar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert