Hefja viðræður um launin

Viðræður ASÍ og SA ganga vel en hægagangur er sagður …
Viðræður ASÍ og SA ganga vel en hægagangur er sagður á viðræðunum við stjórnvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Nú er komið að því að for­ystu­menn ASÍ og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hefji viðræður um launalið nýrra kjara­samn­inga. Er reiknað með að þær fari í gang á morg­un eða fimmtu­dag­inn. Mik­ill hæga­gang­ur er hins veg­ar í viðræðum við stjórn­völd um aðgerðir til að greiða fyr­ir gerð samn­inga, að sögn Gylfa Arn­björns­son­ar, for­seta ASÍ.

„Við erum að bíða eft­ir því að ein­hver vinna kom­ist í gang með stjórn­völd­um,“ seg­ir Gylfi. Þó ein­hver vinna sé haf­in í af­mörkuðum mál­um þá fari þetta mjög hægt af stað. Ekk­ert sé t.d. komið frá rík­is­stjórn­inni um fram­kvæmd­ir, orku­mál eða líf­eyr­is­mál­in, svo dæmi séu nefnd um stór mál sem verka­lýðshreyf­ing­in legg­ur mikla áherslu á.

Gylfi seg­ir að viðræðunum við SA um kjara­samn­ing­ana miði ágæt­lega og vænt­an­lega hefj­ist viðræður um laun­in á morg­un eða fimmtu­dag­inn. „Við hefðum gjarn­an viljað að sam­hliða því fengj­um við betri til­finn­ingu fyr­ir þeim atriðum sem snúa að stjórn­völd­um,“ seg­ir hann.

For­ystu­menn launþega­sam­tak­anna hafa lagt mikla áherslu á aðgerðir eða áætl­un af hálfu stjórn­valda vegna veikr­ar stöðu ís­lensku krón­unn­ar, sem setji þróun kjara­mála í mikla óvissu. Hafa verið fund­ar­höld með efna­hags- og viðskiptaráðherra um í hvaða skref­um hægt verði að af­nema gjald­eyr­is­höft­in. Gylfi seg­ir að þau mál séu nú til skoðunar á milli stjórn­valda og Seðlabank­ans.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka