Höfuðborgarsvæðið á kafi í snjó

Mynd úr myndasafni.
Mynd úr myndasafni. Ómar Óskarsson

Mikið snjóaði í nótt og varar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við miklum þæfingi á götum, sérstaklega hliðargötum og er fólk á illa búnum bílum eindregið varað við að fara út í umferðina.

Að sögn lögreglu hafa engar fréttir borist af óhöppum vegna færðarinnar og lögregla hefur ekki verið kölluð til að aðstoða ökumenn í neyð.

Búið var að ryðja stofnbrautir upp úr klukkan sjö í morgun og verið er að ryðja aðrar götur.

Lögreglan biður vegfaraendur að hafa í huga að oft lokast hliðargötur vegna ruðninga, en háir snjóbakkar myndast oft þegar rutt er.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert