Húsleit hjá Byko og Húsasmiðju

mbl.is/Heiðar

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans og Samkeppniseftirlitið gerðu í dag húsleitir í húsnæði Byko hf., Húsasmiðjunnar hf. og Úlfsins byggingarvörum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra.

Hvorki hefur náðst í lögregluna né Samkeppniseftirlitið til að spyrjast nánar fyrir um húsleitirnar. Hins vegar kemur fram að embætti ríkislögreglustjóra og Samkeppniseftirlitið muni senda frá sér nánari fréttatilkynningu vegna húsleitanna síðar í dag.

Húsasmiðjan segir í yfirlýsingu, að húsleitin sé vegna meints verðsamráðs milli aðila á byggingavörumarkaði. Hafi hald verið lagt á gögn og rætt við starfsmenn þar svo og í nokkrum verslunum á höfuðborgarsvæðinu.

„Af þessu tilefni vill Húsasmiðjan taka fram að hún vísar öllum ásökunum um verðsamráð á bug. Fyrirtækið mun að sjálfsögðu aðstoða við rannsókn málsins enda hefur það ekkert að fela," segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert