Lánatryggingarsjóður kvenna endurvakinn

Skrifað undir stofnsamninginn í dag.
Skrifað undir stofnsamninginn í dag.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í dag samkomulag um lánatryggingasjóð kvenna.

Hlutverk sjóðsins er að styðja konur til þátttöku og nýsköpunar í atvinnulífinu með veitingu ábyrgða á lánum.

Eignir sjóðsins nema rúmum 70 milljónum króna. Í áætlunum er gert ráð fyrir að samtals verði unnt að veita ábyrgðir fyrir allt að fimmfaldri stofnfjárhæð sjóðsins, eða um 350 milljónum króna.

Velferðarráðherra skipaði stjórn lánatryggingasjóðs kvenna í dag í samræmi við reglur sjóðsins en verkefni hennar er að móta lánareglur í samráði við stofnaðila. Fulltrúi ráðherra er Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður, Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi iðnaðarráðherra og Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Reykjavíkurborgar.

Vinnumálastofnun mun annast umsýslu og daglegan rekstur sjóðsins og verður nánara fyrirkomulag kynnt síðar á heimasíðu stofnunarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert