Landsdómur vísar kæru frá

Fimmtán dómendur sitja í landsdómi, sem kom í fyrsta sinn …
Fimmtán dómendur sitja í landsdómi, sem kom í fyrsta sinn saman á formlegu dómþingi í dag. mbl.is/Kristinn

„Dómsþing landsdóms er sett,“ sagði Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti landsdóms þegar dómurinn kom saman í fyrsta skipti í morgun.

Dómurinn tók ákvörðun um að vísa frá kæru frá lögmanni Geirs H. Haarde, um aðild að máli sem varðaði aðgang að gögnum í Þjóðskjalasafni.

Héraðsdómur hafði synjað lögmanni Geirs um aðild að málinu á rannsóknarstigi. Geir vísaði þessum úrskurði til landsdóms, en dómurinn vísaði málinu frá á þeirri forsendu að ekki væri hægt að vísa slíkum málum til landsdóms.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert