Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld að hún hefði fengið upplýsingar um að fulltrúi stofnunarinnar í bankaráði Íslandsbanka hefði setið hjá þegar atkvæði voru greidd um launahækkun bankastjórans.
Laun bankastjóra Íslandsbanka voru að jafnaði 2,6 milljónir á mánuði á síðasta ári en voru rúmar 2 milljónir árið áður.
Fulltrúi Bankasýslunnar í bankaráði Arion banka greiddi hins vegar atkvæði með tillögu um laun bankastjóra bankans, m.a. á þeirri forsendu að 2,9 milljóna króna mánaðarlaun væru samkeppnishæf en ekki leiðandi.