Persónuvernd telur, að öflun Securitas á upplýsingum úr málaskrá lögreglu um alla starfsmenn í öryggisþjónustu samrýmist ekki lagakröfum um sanngirni, meðalhóf og áreiðanleika við vinnslu persónuupplýsinga.
Persónuvernd fjallaði um málið eftir kvörtun frá starfsmanni Securitas. Hann benti meðal á, að í ráðningarsamningum væru m.a. ákvæði um að starfsmenn samþykktu skimun á fíkniefnum hvenær sem er á starfstíma, starfsmenn verði að afhenta sakarvottorð, upplýsi vinnuveitenda um færslur í málaskrá lögreglu og samþykki að vinnuveitandi athugi færslur hjá vanskilaskrá.
Benti starfsmaðurinn m.a. á að í málaskrá væru skráð öll hans skipti við lögregluna.