Stofnuðu félag um Vaðlaheiðargöng

Frá vinstri: Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, …
Frá vinstri: Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Kristján Möller fyrrv. samgönguráðherra og Pétur Jónasson formaður stjórnar Greiðrar leiðar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hluta­fé­lagið Vaðlaheiðargöng hf. var stofnað í dag á Ak­ur­eyri. Hlut­haf­ar eru Vega­gerðin með 51% hlut og Greið leið ehf. með 49% hlut. Áætlað er að bjóða út verkið í vor. Reiknað er með að fram­kvæmd­ir geti haf­ist í haust og að þeim ljúki og göng­in opni fyr­ir árs­lok 2014.

Hluta­fé­lagið hef­ur það að mark­miði að standa að gerð jarðganga und­ir Vaðlaheiði ásamt vegalagn­ingu að þeim auk ann­ars nauðsyn­legs und­ir­bún­ings. Sam­kvæmt lög­um um stofn­un hluta­fé­laga um vega­fram­kvæmd­ir sem Alþingi samþykkti 16. júní 2010, er ráðherra einnig heim­ilt að fela hluta­fé­lag­inu að ann­ast rekst­ur og viðhald gang­anna að bygg­ingu lok­inni.

Stjórn Vaðlaheiðarganga hf. er í upp­hafi skipuð þrem­ur mönn­um og jafn­mörg­um til vara, þeim verður síðan fjölgað í fimm. Stjórn­in skal vinna að bygg­ingu Vaðlaheiðarganga í sam­ráði og sam­vinnu við helstu hags­munaaðila verk­efn­is­ins. Fé­lag­inu er heim­ilt að inn­heimta gjald fyr­ir notk­un gagn­anna og skal það standa und­ir kostnaði við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd auk eft­ir­lits og kostnaðar við álagn­ingu og inn­heimtu gjalda.

Stjórn­ar­menn voru skipuð þau Krist­ín H. Sig­ur­björns­dótt­ir, Kristján L. Möller, Pét­ur Þór Jónas­son og til vara Hug­inn Freyr Þor­steins­son, Sigrún Björk Jak­obs­dótt­ir og Hall­dór Jó­hanns­son.

Vaðlaheiðargöng verða 7,5 km löng með veg­skál­um beggja vegna. Lengd veg­skála 280 m. Þversnið gang­anna verður 9,5 m og veg­teng­ing­ar 4,1 km. Grafn­ir verða út um 700 þúsund m3 þar af 500 þúsund m3 Eyja­fjarðarmeg­in. Áætlaður kostnaður á verðlagi árs­ins 2011 er 10,4 millj­arðar króna.

Vaðlaheiðargöng munu stytta Hring­veg­inn um 16 km og áætluð um­ferð við opn­un gang­anna er um 1400 bíl­ar á sól­ar­hring.

Und­ir stofn­samþykkt­ina skrifuðu Hreinn Har­alds­son vega­mála­stjóri fyr­ir hönd Vega­gerðar­inn­ar og Pét­ur Þór Jónas­son fram­kvæmda­stjóri fyr­ir hönd Greiðrar leiðar ehf.

For­vals­gögn eru nán­ast til­bú­in og verða send út fljót­lega. Áætlað er að bjóða út verkið í vor. Reiknað er með að fram­kvæmd­ir geti haf­ist í haust og að þeim ljúki og göng­in opni fyr­ir árs­lok 2014.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert