Ítreka andstöðu við ESB-aðild

Búnaðarþing vill að stjórnvöld kanni nú þegar afstöðu ESB til …
Búnaðarþing vill að stjórnvöld kanni nú þegar afstöðu ESB til varnarlína Bændasamtakanna. mbl.is/Kristinn

Búnaðarþing samþykkti sam­hljóða í kvöld álykt­un þar sem andstaða BÍ við aðild að Evr­ópu­sam­band­inu er ít­rekuð. „Búnaðarþing tel­ur að fæðuör­yggi þjóðar­inn­ar verði því aðeins tryggt að fullu með því að Ísland standi utan sam­bands­ins,“ seg­ir í álykt­un­inni.

„Við telj­um okk­ur hafa und­ir­búið fag­lega sjö samn­ings­mark­mið eða for­send­ur sem við mun­um kynna land­búnaðarráðherra og óska eft­ir að látið verði reyna á þær sem fyrst til að láta reyna á hvort það sé raun­veru­lega eitt­hvað í boði sem stund­um er verið að halda fram, fyr­ir ís­lensk­an land­búnað,“ Har­ald­ur Bene­dikts­son, formaður Bænda­sam­taka Íslands.  „Og þess­ar samn­ings­for­send­ur eru í okk­ar huga lág­marks­for­send­ur til þess að tryggja stöðu ís­lensk land­búnaðar,“ seg­ir hann.

Sér­stak­ar varn­ar­lín­ur 

„ Mikl­ir at­vinnu­hags­mun­ir bænda­stétt­ar­inn­ar eru í húfi og tel­ur þingið þess­um hags­mun­um bet­ur borgið utan þess. Hags­mun­ir og af­koma bænda tengj­ast ótví­rætt hags­mun­um ís­lenskra neyt­enda og byggðum lands­ins,“ seg­ir í álykt­un Búnaðarþings.

Þar seg­ir einnig að þrátt fyr­ir al­gjöra and­stöðu Bænda­sam­tak­anna við aðild að Evr­ópu­sam­band­inu hafi þau frá upp­hafi dregið sér­stak­ar varn­ar­lín­ur sem þau telja að feli í sér lág­marks­kröf­ur í yf­ir­stand­andi samn­ingaviðræðum við Evr­ópu­sam­bandið.

„Bænda­sam­tök­in telja mik­il­vægt að hags­mun­ir ís­lensks land­búnaðar verði tryggðir, komi til aðild­ar og að hags­mun­ir bænda­stétt­ar­inn­ar verði metn­ir í heild með hliðsjón af byggðasjón­ar­miðum, neyt­enda­mál­um og fæðuör­yggi. Þeim ár­angri er að mati Bænda­sam­tak­anna aðeins hægt að ná sé varn­ar­lín­um sam­tak­anna fylgt. Bænda­sam­tök­un­um er ljóst að mark­mið varn­ar­lín­anna falla mis­vel að grunn­regl­um Evr­ópu­sam­bands­ins og erfitt get­ur verið að ná þeim fram. Bænda­sam­tök­in hafa margoft áður sett þessa af­stöðu fram.

Til þess að gæta hags­muna ís­lensks land­búnaðar er það af­drátt­ar­laus krafa Bænda­sam­taka Íslands að stjórn­völd leiti aðstoðar óháðra sér­fræðinga utan stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins. Í varn­ar­lín­um sam­tak­anna kem­ur fram krafa um var­an­leg­ar und­anþágur frá land­búnaðarlög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins. Var­an­leg­ar und­anþágur þýða að mati Bænda­sam­tak­anna að viðeig­andi ákvæði í aðild­ar­samn­ingn­um gangi fram­ar ákvæðum samn­ings­ins um starf­semi Evr­ópu­sam­bands­ins og gerðum sett­um sam­kvæmt hon­um. Tíma­bundn­ar und­anþágur nægja ekki að mati Bænda­sam­tak­anna til þess að tryggja framtíðar­hags­muni ís­lensks land­búnaðar. All­ar varn­ar­lín­urn­ar varða sam­eig­in­lega hags­muni land­búnaðar á Íslandi til lengri tíma litið. Það kost­ar veru­lega rann­sókn­ar­vinnu og gagna­öfl­un að tak­ast á hend­ur þetta verk­efni af full­um krafti. Stjórn­völd þurfa að tryggja póli­tísk­an stuðning og nauðsyn­leg­ar fjár­veit­ing­ar til þeirr­ar vinnu,“ seg­ir enn­frem­ur í álykt­un þings­ins um ESB. 

BÍ taka ekki þátt í aðlög­un­ar­starfi 

Tal­in eru upp nokk­ur atriði sem Búnaðarþing legg­ur áherslu á:

„- Að varn­ar­lín­ur Bænda­sam­tak­anna og grein­ing á lagaum­hverfi land­búnaðar í Evr­ópu­sam­band­inu liggja nú fyr­ir búnaðarþingi. Búnaðarþing fel­ur stjórn Bænda­sam­taka Íslands að full­vinna þessi gögn. Þau verði síðan kynnt bænd­um og send aðild­ar­fé­lög­um.

- Að með varn­ar­lín­um Bænda­sam­tak­anna hafa bænd­ur sett fram lág­marks­kröf­ur í land­búnaðar­mál­um vegna hugs­an­legs aðild­ar­samn­ings.

- Að stjórn Bænda­sam­tak­anna fylgi varn­ar­lín­un­um eft­ir við sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra í því skyni að koma þeim á fram­færi við rík­is­stjórn.

- Að stjórn­völd kanni nú þegar af­stöðu Evr­ópu­sam­bands­ins til varn­ar­lína Bænda­sam­tak­anna sé það ætl­un þeirra að standa vörð um ís­lensk­an land­búnað.

- Að Bænda­sam­tök­in taki ekki þátt í und­ir­bún­ingi eða aðlög­un­ar­starfi sem leiðir beint eða óbeint af yf­ir­stand­andi samn­inga­ferli s.s. vinnu við að út­færa sam­eig­in­legu land­búnaðar­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir ís­lensk­ar aðstæður.

- Að all­ar umræður sem leiða af sér grund­vall­ar­breyt­ing­ar á rík­is­stuðningi-, tolla- og stofnanaum­hverfi ís­lensks land­búnaðar verði að bíða þar til yf­ir­stand­andi samn­inga­ferli lýk­ur.

- Að Bænda­sam­tök­in ræki áfram skyld­ur sín­ar gagn­vart stjórn­völd­um með því að veita upp­lýs­ing­ar og ráðgjöf um land­búnaðar­mál.“

Álykt­un­inni fylg­ir einnig ít­ar­leg grein­ar­gerð um varn­ar­lín­ur Bænda­sam­tak­anna.

Sjá álykt­un og grein­ar­gerð Búnaðarþings

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert