Kreppan herðir tökin

Sífellt fjölgar þeim sem þurfa á aðstoð að halda í …
Sífellt fjölgar þeim sem þurfa á aðstoð að halda í lengri tíma. mbl.is/Kristinn

„Mesta breytingin hjá okkur er kannski sú að áður fékk fólk aðstoð í einn eða tvo mánuði en nú er það fast á fjárhagsaðstoð í ár eða lengur,“ segir Kristbjörg Leifsdóttir, félagsráðgjafi hjá Reykjanesbæ, en fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins jókst um 38% milli áranna 2009 og 2010.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að aukningin virðist almennt hafa verið mikil hjá sveitarfélögunum og þeim fer einnig fjölgandi sem sækja um aðstoð. Þó sé það jafnvel enn meira áhyggjuefni að þeim fjölgar mjög sem þurfa á aðstoðinni að halda í fleiri mánuði. Í Reykjanesbæ fjölgaði þeim sem fengu aðstoð allt árið um 79% og í Hafnarfirði fjölgaði þeim um helming.

Þeir starfsmenn sveitarfélaganna sem rætt var við eru sammála um að aðstæður fólks versni því lengur sem það fái aðstoðina og málin séu að þyngjast. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, leggur áherslu á að mikilvægt sé að sporna við því að fólk festist í kerfinu, enda hafi það áhrif á líkamlega og andlega velferð þess. „Lífsgæði fólks minnka mikið, bæði af því að það er á lágum tekjum í langan tíma og það er ekki jafnvirkt,“ segir Björk.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert