Þingflokkur Vinstri grænna samþykkti ályktun á fundi í dag „að gefnu tilefni“ eins og segir í tilkynningu frá þingflokknum. Í ályktuninni segir að mæta verði ofurlaunum með viðeigandi sköttum.
Í ályktun þingflokksins er svohljóðandi: „Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ályktar að vinna gegn því að ofurlaunastefna sú sem hér geisaði fyrir bankahrun verði endurvakin. Launajöfnuður og réttlát tekjuskipting eru baráttumál íslensks félagshyggjufólks sem krefst þess að ofurlaunum verði mætt með viðeigandi sköttum.“