Telur þurrfrystingu ekki vænlegan kost

Í kirkjugarði.
Í kirkjugarði.

Svíar eru að hætta tilraunum með þurrfrystingu líka, en þeir hafa verið framarlega í athugunum á aðferðinni. Sex alþingismenn hafa lagt fram frumvarp þar sem m.a. er lagt til að þurrfrysting látinna verði tekin upp hér á landi.

Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og formaður Kirkjugarðasambands Íslands, sótti fund Sambands norrænna kirkjugarða og bálstofa í Stokkhólmi í febrúar sl.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann, að sænsk yfirvöld hefðu gefið leyfi til að prófa þurrfrystingu líka á litlu svæði í Svíþjóð. Á fundinum kom fram að tilraunin hefði ekki staðið undir væntingum og því væri verið að leggja starfsemina niður.

„Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa fylgst með þessu og hafa ekki hug á að taka upp þurrfrystingu svo ég viti til, enda hvetur reynsla Svía ekki til þess,“ sagði Þórsteinn. Hann sagði að Svíar hefðu gert tilraunir með þurrfrystingu líka síðastliðin 8-10 ár.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert