20 milljónir á hverja fjölskyldu

Vaxtagreiðslur ríkisins nema einni milljón króna á hverja fjölskyldu.
Vaxtagreiðslur ríkisins nema einni milljón króna á hverja fjölskyldu. mbl.is/Kristinn

Skuldir ríkisins eru 105,8% af vergri landsframleiðslu, eða 1.629,1 milljarður króna, að því er fram kemur í þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands. Það samsvarar 20,5 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu á Íslandi.

Skuldir ríkissjóðs lækkuðu þó frá lokum þriðja fjórðungs, þegar þær voru 1.676,2 milljarðar króna, eða 108,9% af vergri landsframleiðslu.

Vaxtagjöld ríkisins á árinu 2010 námu 85 milljörðum króna, sem þýðir að tæp 18% af tekjum ríkissjóðs fóru í vaxtagreiðslur á árinu. Það er ein milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu.

Tekjuafkoma ríkisins á árinu var neikvæð um 72,5 milljarða króna, miðað við 123,6 milljarða árið áður. Heildartekjur jukust um 35,3 milljarða króna og voru 482,7 milljarðar, en gjöld lækkuðu um 16 milljarða og námu 555,2 milljörðum króna.

Skatttekjur hækkuðu um 30,9 milljarða á milli ára og voru 352,3 milljarðar. Skattar á tekjur skiluðu 140,6 milljörðum og hækkuðu um 8,3 milljarða króna, en skattar á vöru og þjónustu voru 189,1 milljarður króna og hækkuðu um 17,7 milljarða króna milli ára.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert