„Ævintýralega mikill fiskur hérna“

Sigurbjörg ÓF-1, myndin er fengin af heimasíðu útgerðar skipsins.
Sigurbjörg ÓF-1, myndin er fengin af heimasíðu útgerðar skipsins.

„Það er ævintýralega mikill fiskur hérna,“ sagði Vilhjálmur Sigurðsson, skipstjóri á Sigurbjörgu ÓF. Hún er nú ein íslenskra skipa að veiðum á norsku svæði í Barentshafi. Togararnir Þór og Gnúpur eru austar, á svonefndu „gráu svæði“.

„Þetta er með slíkum ólíkindum að það er ekki fyndið lengur. Maður dýfir trollinu niður í 20 mínútur til að taka skammt í 5-6 tíma vinnslu,“ sagði Vilhjálmur. Þeir á Sigurbjörgu ÓF hafa tekið 2-3 hol á sólarhring. „Það er ótrúlegt hvað er mikið af fiski hérna. Fallegur og fínn þorskur og líka ýsa. Djúpt er fullt af ýsu og aðeins grynnra er þorskur. Það er bara haugur af fiski hérna. Ég held því fram að fiskurinn fái að borða hérna. Það er ekki allt veitt frá honum. Það er mín skoðun,“ sagði Vilhjálmur.

Hann kvaðst hafa veitt þarna í mörg ár og sjá mikinn mun á fiskinum nú og fyrst þegar hann fór í Barentshafið. Vilhjálmur sagði að þarna hefði ekki verið veidd loðna í fimm ár. „Það er alveg sama hvað er mikið af skipum hérna og út um allt. Það virðist alltaf vera meira frá ári til árs. Ég hef aldrei á ævinni lent í annarri eins veiði og núna. Maður verður að passa sig að fá ekki of mikið,“ sagði Vilhjálmur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert