Mjög hefur gengið á birgðir lambakjöts vegna hagstæðra skilyrða til útflutnings.
Ef sumarið verður gott og landsmenn duglegir að grilla getur farið svo að kótilettur seljist upp áður en nýtt kjöt kemur á markað.
Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að birgðir af lambakjöti eru um þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra.