Bæjarráð Akureyrar samþykkti í dag tillögu þar sem lagst er gegn hugmyndum um að reisa virkjun í Glerá. Þrír fulltrúar í ráðinu mæltu gegn virkjuninni, en fulltrúi Sjálfstæðisflokks taldi ekki ástæðu til að stoppa málið.
Það er Fallorku ehf. sem hefur unnið arðsemisútreikninga vegna 2,0 MW vatnsaflsvirkjunar í Glerá. Óskaði fyrirtækið eftir að
Akureyrarbær tæki afstöðu til breytingar á aðal- og deiliskipulagi
Glerárdals.
Í samþykkt bæjarráðs segir að það telji ekki ástæðu til að ráðast í virkjun í Glerá „að svo stöddu“.
Í bókun Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttir, fulltrúa V-lista, segir að þær rýru upplýsingar sem kjörnir fulltrúar hafi í höndunum varðandi áhrif virkjunarinnar á vatnsbúskap Glerár, útfærslu mannvirkja og um náttúrufar á svæðinu séu engan veginn fullnægjandi til þess að hægt sé að taka svo stóra ákvörðun.fismati skuli háttað á svæðinu sem um ræðir.
„Við teljum eðlilegt að þetta mál fái umræðu og afgreiðslu í fagnefndum en ekki aðeins í bæjarráði. Í viðkvæmu máli sem þessu er þarft að vanda málsmeðferðina og tryggja að mismunandi sjónarmið og rökstuðningur fyrir þeim fái nauðsynlega umræðu innan stjórnkerfis bæjarins áður en ákvörðun er tekin um afgreiðslu erindisins. Þess vegna lýsum við óánægju okkar með málsmeðferðina,“ segir í bókun Hermanns Jóns Tómassonar fulltrúa S-lista og Önnu Hildar Guðmundsdóttur fulltrúa A-lista.
„Ég tel virkjun í efri hluta Glerár vænlegan kost og tel eðlilegt í ljósi nýrra arðsemisútreikninga Fallorku ehf að þessi virkjunarkostur verði skoðaður frekar. Ég lýsi því yfir ákveðnum vonbrigðum mínum að málið verði ekki skoðað frekar af hálfu bæjarins,“ segir í bókun Ólafs Jónssonar fulltrúa D-lista.