Meirihluti gegn ESB-aðild

Fánar Evrópusambandsins við höfuðstöðvar sambandsins í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins við höfuðstöðvar sambandsins í Brussel. Reuters

Meiri­hluti þeirra, sem tóku þátt í könn­un Capacent fyr­ir Sam­tök Iðnaðar­ins, sagðist vera and­víg­ur aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Held­ur hef­ur þó dregið úr and­stöðu við aðild ef miðað er við sams­kon­ar könn­un sem gerð var fyr­ir ári.

Að sögn Reu­ters­frétta­stof­unn­ar sögðust 50,5% þátt­tak­enda í könn­un­inni vera and­víg aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu, 31,4% sögðust hlynnt aðild en rúm 18% sögðust ekki hafa skoðun á mál­inu.

Í könn­un, sem gerð var fyr­ir Sam­tök iðnaðar­ins fyr­ir ári sögðust 60% þátt­tak­enda vera and­víg ESB-aðild en 24,5% sögðust hlynnt aðild. Árið 2009 voru hlut­föll­in hins veg­ar mjög svipuð og þau voru nú. 

Könn­un­in nú var gerð í fe­brú­ar. Úrtakið í könn­un­inni var 3076 manns en end­an­legt svar­hlut­fall var 50,2%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka