Ófærð á Kjalarnesi

Kjalnesingar telja að ekki sé nægilega vel staðið að snjóruðningi …
Kjalnesingar telja að ekki sé nægilega vel staðið að snjóruðningi í hverfinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Skólabíllinn sem ekur um Kjalarnes komst ekki leiðar sinnar í morgun vegna ófærðar. Ásgeir Harðarson, formaður Íbúasamtakanna á Kjalarnesi, gagnrýnir að snjóruðningstæki sem á að vera til taks á Kjalarnesi hafi verið sent niður í miðbæ Reykjavíkur.

Ásgeir segir að þegar húsvörður Klébergsskóla hringdi eftir snjóruðningi í morgun til að hreinsa aðkomu og bílastæði við skólann hafi hann fengið þau svör að snjóruðningstæki Kjalnesinga hefði verið sent niður í bæ til að moka íbúðargötur í 101.

Ásgeir sagði að í morgun hefði skólabíllinn ekki leiðar sinnar og nánast verið ófært fyrir strætóinn við Olís sjoppuna. Þá hefði verið ófært fyrir litla bíla á stofnbrautinni milli Búagrundar og Helgugrundar. Ásgeir sagði óánægður með að verið væri að skerða þjónustu við Kjalnesinga. Íbúafjöldi þar hefði á nokkrum árum tvöfaldast, en samt væri verið að draga úr þjónustu.

Eftir miklar kvartanir frá Kjalnesingum í morgun var ákveðið að senda tæki til að moka götur í hverfinu.

Ásgeir sagði slæmt að ekki skuli vera hægt að treysta því að sá samningur sem gerður var þegar  var þegar Kjalarnes og Reykjavík voru sameinuð væri virtur. Hann ætlar í dag að ræða þetta mál við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert