Ógnaði fólki með hnífi

Maður ógnaði fólki á Frakkastíg í Reykjavík í kvöld með hnífi án þess að skaða neinn. Lögreglan var kölluð til laust eftir klukkan átta og reyndist maðurinn vera mjög ölvaður. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. 

Maðurinn verður yfirheyrður þegar af honum rennur. Lögreglan kannast við manninn af fyrri afskiptum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka