RÚV og 365 bítast enn um boltann

Íslendingar og Þjóðverjar eigast við í Laugardalshöll.
Íslendingar og Þjóðverjar eigast við í Laugardalshöll. mbl.is/Árni Sæberg

Tvær innlendar sjónvarpsstöðvar hafa sett á dagskrá beina útsendingu frá útileik Íslendinga og Þjóðverja í undankeppni EM í handbolta nk. sunnudag. Til þessa hefur Sjónvarpið verið með sýningarrétt á heimaleikjum Íslendinga, líkt og í gær, en Stöð 2 Sport sýnt beint frá útileikjunum.

Innan herbúða 365 miðla ríkir lítil ánægja með nýjasta útspil þeirra í Efstaleitinu en stöðvarnar hafa sem kunnugt er bitist hart um sýningarrétt á landsleikjum íslenska karlalandsliðsins í handbolta, nú síðast vegna HM í Svíþjóð í janúar sl.

Útsendingin frá útileiknum hefur verið auglýst grimmt af Stöð 2 Sport og áhorfendur minntir á áskriftadeildina, þar sem leikurinn verður í læstri dagskrá. Nú gefst íslenskum sjónvarpsáhorfendum semsagt tækifæri til að sjá leikinn einnig í opinni dagskrá hjá Sjónvarpinu en að öllu óbreyttu í læstri dagskrá á Stöð 2 Sport.

„Með ólíkindum“

Samið fyrir hálfu ári

Spurður um þá gagnrýni forstjóra 365 miðla að RÚV fari ekki eftir leikreglum segir Bjarni að félagið fari ávallt eftir reglum. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert