Tæplega 26 gráðu frost í nótt

Mikið frost hefur verið á landinu og er spáð áfram.
Mikið frost hefur verið á landinu og er spáð áfram.

Mjög kalt hefur verið á landinu undanfarna daga en frost mældist mest 25,9 gráður í nótt við Kolku norðan við Langjökul. Þá var hitastigið -22,1 gráða á Hveravöllum.

Þetta er þó töluvert frá því að vera met en mesta frost sem mælst hefur hér á landi voru mínus 38 gráður á Grímsstöðum á Möðrudal þann 21. janúar 1918, frostaveturinn mikla.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er áfram búist við viðlíka frosti fram á sunnudag og gæti frostið á hálendinu vel farið undir tuttugu gráður áfram, sérstaklega í bjartviðrinu sem hefur verið.

Á sunnudag á að draga úr kuldanum og á mánudag er spáð rigningu. Eftir það á að kólna á landinu á nýjan leik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert