Tollverðir leggja hald á peninga

Farþegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Farþegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Þorkell

Þó nokkur dæmi erum að tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar geri gjaldeyri upptækan, en samkvæmt reglum má hver farþegi ekki vera með meira en sem nemur 350 þúsund krónum.

Snorri Ólsen tollstjóri segir að við vopnaleit, þar sem fólk þarf að opna handtöskur, verði öryggisverðir stundum varir við að fólk sé með umtalsverðar upphæðir í erlendum gjaldeyri. Ef upphæðin er yfir þeim mörkum sem reglur heimila sé lagt hald á peningana. Hann segir að fólk fái peningana til baka eftir ákveðnum reglum ef fólk geti sýnt fram á að það sé sannarlega eigandi peninganna.

Snorri segir að lengi hafi verið reglur um eftirlit með peningasendingum úr landi, en eftir að gjaldeyrishöftin voru sett á hafi þessar reglur verið hertar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka