Ragnar Önundarson ætlar ekki að segja sig úr stjórn Framtakssjóðs Íslands þar sem hann situr fyrir hönd Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Ragnar ætlar að segja sig úr stjórn lífeyrissjóðsins.
Haft var eftir Ragnari í fréttum Útvarpsins, að hann ætlaði ekki að segja sig úr stjórn Framtakssjóðsins að svo stöddu. Umboð hans væri til skoðunar og yrði kannað á aðalfundi sjóðsins í apríl.