Fær ekki bætur fyrir handtöku

Úr Héraðsdómi Reykjavíkur.
Úr Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu karlmanns, sem krafðist 1 milljónar króna í bætur fyrir handtöku og gæsluvarðhald, sem hann sætti. Var talið að bótakrafan væri fyrnd. 

Maðurinn og annar maður voru handteknir í september 2008 eftir að þriðji maðurinn fannst látinn í íbúð sinni. Höfðu mennirnir þrír áður setið saman að drykkju. 

Grunur lék á að manninum hefði verið ráðinn bani en þegar leið á rannsóknina var sakarefnið afmarkað við stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Mennirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Málið var síðan fellt niður í mars 2009. Undir lok þess árs fékk annar maðurinn dæmdar bætur vegna gæsluvarðhaldsvistarinnar. Hinn sagðist þá fyrst hafa gert sér grein fyrir því, að rannsókn málsins væri lokið. 

Hann höfðaði því einnig bótamál en niðurstaða héraðsdóms er að bótakrafan sé fyrnd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert