Lóðarhafar sem ætla að færa sorpgeymslur innan lóðar þurfa að sækja um byggingarleyfi fyrir framkvæmdum til byggingafulltrúa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar.
Sem kunnugt er verður sú breyting á sorphirðu í Reykjavík 1. apríl næstkomandi að sorpílát verða eingöngu sótt að hámarki 15 metra frá sorphirðubíl.
Sorphirða Reykjavíkur hefur gefið upp þrjá ólíka kosti ef fjarlægðin er meira en 15 metrar: Að íbúar flytji tunnurnar nær bílum á sorphirðudögum, kaupi viðbótarþjónustu eða að færi sorpgerðin.
Í tilkynningu frá Umhverfis- og samgöngusviði segir og að Skipulags- og byggingarsvið veiti allar frekari upplýsingar og verði íbúum innan handar með leiðbeiningar og ráðgjöf varðandi flutning sorpgeymslanna þar sem því verður við komið í síma 411 1111.
„Þeir sem eru með sorpílátið er of langt í burtu fá um þessar mundir bréf inn um lúguna sem lýsir því hvernig bregðast megi við. Einnig má vænta frekari leiðbeininga á vef Reykjavíkurborgar í næstu viku. Mælingar hafa fallið niður undanfarna daga vegna veðurs og gætu snjóþyngsli í borginni breytt tímasetningunni,“ segir m.a. í tilkynningunni.