Færsla tunna þarf byggingarleyfi

Nýjar reglur um sorphirðu eiga að taka gildi 1. apríl …
Nýjar reglur um sorphirðu eiga að taka gildi 1. apríl næstkomandi. Brynjar Gauti

Lóðarhafar sem ætla að færa sorpgeymslur innan lóðar þurfa að sækja um byggingarleyfi fyrir framkvæmdum til byggingafulltrúa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar.

Sem kunnugt er verður sú breyting á sorphirðu í Reykjavík 1. apríl næstkomandi að sorpílát verða eingöngu sótt að hámarki 15 metra frá sorphirðubíl.

Sorphirða Reykjavíkur hefur gefið upp þrjá ólíka kosti ef fjarlægðin er meira en 15 metrar: Að íbúar flytji tunnurnar nær bílum á sorphirðudögum, kaupi viðbótarþjónustu eða að færi sorpgerðin.

Í tilkynningu frá Umhverfis- og samgöngusviði segir og að  Skipulags- og byggingarsvið veiti allar frekari upplýsingar og verði íbúum innan handar með leiðbeiningar og ráðgjöf varðandi flutning sorpgeymslanna þar sem því verður við komið í síma 411 1111.

„Þeir sem eru með sorpílátið er of langt í burtu fá um þessar mundir bréf inn um lúguna sem lýsir því hvernig bregðast megi við. Einnig má vænta frekari leiðbeininga á vef Reykjavíkurborgar í næstu viku. Mælingar hafa fallið niður undanfarna daga vegna veðurs og gætu snjóþyngsli í borginni breytt tímasetningunni,“ segir m.a. í tilkynningunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert